Atkvæði talin í Simbabve

Frá kjörstað í Simbabve.
Frá kjörstað í Simbabve. Reuters

Atkvæðatalning fer nú fram í Simbabve og heldur stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, MDC, fram sigri núþegar þó að sú staðhæfing sé einungis byggð á óopinberum tölum og langt er í land áður en talningu lýkur.

Talsmaður MDC (e. The Movement for Democratic Change) segist enn hafa áhyggjur af kosningasvindli en segir fyrstu tölur benda til ótvíræðs sigurs með 66% meirihluta í höfuðborginni Harare.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC og fréttaskýrendur á þeim bæ benda á að Mugabe og Zanu PF flokkur hans hafi ávalt haft meiri stuðning úti á landsbyggðinni og atkvæðin þar gætu haft úrslitaáhrif á útkomu kosninganna.

Í gær var gengið til kosninga en fréttir bárust af því að fólk hafi ekki fengið að kjósa, því sagt að það væri ekki á kjörskrá eða að það væri í rangri kjördeild. Lögreglan fékk leyfi til að fara á kjörstaði og hjálpa ólæsum að kjósa en stjórnarandstaðan óttaðist að margir myndu halda sig heima á kjördaginn.

Afrískri eftirlitsmenn hafa skrifað kjörstjórn og lýst yfir áhyggjum af því að ríflega 8450 kjósendur væru skráðir á yfirgefið landsvæði í Harare.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert