Óeirðir vegna hungurs

Ofbeldisalda hefur gengið yfir Haítí undanfarna daga vegna þess hve matvæli hafa hækkað mikið. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna beittu táragasi og skutu gúmmíkúlum þegar reiðir borgarbúar reyndu að ryðjast inn í stjórnarbyggingar. Að minnsta kosti fimm manns hafa látið lífið í landinu.

„Við erum hungruð," hrópaði fólkið við forsetahöllina.

Almenningur á Haítí notar orðatiltækið grangou klowox, eða „að borða klór," til að lýsa daglegum hungurverkjum því sársaukadrættir koma á andlit fólks vegna hungurtilfinningarinnar í maganum. 

Kornverð hefur tvöfaldast á síðustu vikum en korn er uppistaðan í fæðu margra þjóða í Mið- og Suður-Ameríku. Mótmælaaðgerðir vegna verðhækkana hafa m.a.  verið í El Salvador þar sem konur fóru út á götur og börðu potta og pönnur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert