Piltur sem framdi morð 12 ára þarf að afplána 30 ára dóm

Christopher Pittman.
Christopher Pittman. AP

Átján ára gamall piltur, sem skaut afa sinn og ömmu til bana þegar hann var 12 ára, þarf að afplána 30 ára fangelsisdóm sem hann hlaut. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að taka málið fyrir.

Christopher Pittman var 12 ára þegar hann skaut afa sinn og ömmu, Joe Frank Pittman og Joy Roberts Pittman, til bana með haglabyssu þar sem þau sváfu í rúmi sínu. Hann kveikti síðan í húsi þeirra.

Verjendur Pittmans sögðu, að hann hefði verið látinn taka stóra skammta af þunglyndislyfjum þegar þetta gerðist og því ekki verið með sjálfum sér. Töldu þeir að dómurinn væri óhóflega þungur miðað við aldur og ástand piltsins og enginn fangi í Bandaríkjunum, sem framið hafi glæp á barnsaldri, afpláni jafn þungan dóm. Saksóknarar héldu því hins vegar fram að Pittman hefði framið morðin með köldu blóði.

Pittman er nú í fangelsi skammt frá Columbiu í Suður-Karólínu. Hann lauk menntaskólanámi árið 2006 í fangelsinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert