Gagnrýnir múslima fyrir að styðja ekki uppreisnarmenn

Al- Zawahiri.
Al- Zawahiri. AP

Ayman al-Zawahiri, næstráðandi í hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, gagnrýnir múslima fyrir að styðja ekki íslamska uppreisnarmenn í Írak. Þá gagnrýnir hann Hamassamtökin fyrir að taka í mál að gera friðarsamkomulag við Ísraelsmenn.

Al-Zawahiri lét þessi ummæli falla í seglbandsupptöku, sem birt var á netinu en þar svarar hann spurningum frá múslimum. Hvetur hann alla múslima til að hraða sér á vígvöllinn og taka þátt í heilögu stríði, sérstaklega í Írak.

Al-Zawahiri sagði að al-Qaeda áformaði að ráðast á Vesturlönd, sem tækju þátt í aðgerðum í Írak. Þegar hann var spurður hvort konur væru félagar í al-Qaida svaraði hann: Nei.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert