Fyrrum fangi í Guantanamo framdi sjálfsvígsárás í Írak

Frá borginni Mosul.
Frá borginni Mosul. mbl.is

Abdullah al-Ajmi, fyrrum fangi í Guantanamo fangabúðunum, framdi nýlega sjálfsvígsárás í norður Írak að sögn Bandaríkjahers.  Árásin var gerð í borginni Mosul þann 29. apríl þegar tvær bifreiðar fullar sprengiefnum voru sprengdar upp.

Fram kemur á fréttavef BBC að Al-Ajmi var fluttur úr fangabúðunum í Guantanamo árið 2005 og afhenti Bandaríkjaher hann yfirvöldum í Kúveit.  Síðar sýknaði dómstóll í Kúveit hann af hryðjuverkaákærum. 

Samkvæmt fréttamiðlum í Kúveit yfirgaf Al-Ajmi landið fyrir mánuði síðan ásamt tveim mönnum sem eru taldir hafa átt aðild að árásinni með honum.  Þeim tókst að yfirgefa landið án vitneskju yfirvalda tækju þar sem þeir höfðu ranglega fengið ný vegabréf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert