Telur gleðigöngu samkynhneigðra sýniáráttu

Nýkjörinn borgarstjóri Rómar á Ítalíu, Gianni Alemanno, hefur lýst því yfir að hann vilji gera breytingar á gleðigöngu samkynhneigðra og ganga úr skugga um að atburðurinn komi ekki til með að móðga neinn.

Alemanno segist bera virðingu fyrir samkynhneigðu fólki en hann telur gleðigönguna bera vott um sýniþörf og honum er ekki vel við slíkt, hvort sem um væri að ræða sýningu hjá gagnkynhneigðum eða samkynhneigðum.

Gleðiganga samkynhneigðra er árlegur viðburður í Róm og ávallt er um stóran viðburð að ræða og þúsundir manna safnast saman á götunum. Nýi borgarstjórinn þar vill samt að einhverjar breytingar verði gerðar á viðburðinum svo enginn móðgist.  “Þetta er ekki spurning um hvort þú sért með eða á móti samkynhneigð heldur hversu hlynntur þú ert þessari sýniáráttu,” sagði Alemanno.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert