Fritzl varpar sök á nasistana

Josef Fritzl hefur kennt Þýskalandi nasismans um að honum hafi verið innrætt gildismat sem leiddi til þess að hann læsti dóttur sína í kjallara í 24 ár.

„Ég er af gamla skólanum,“ stendur í bréfi frá Fritzl. „Ég ólst upp á tíma nasismans, þegar mikil virðing var borin fyrir skipulagi og yfirvaldi.“ Segir Fritzl að þetta uppeldi hafi ómeðvitað valdið hörðum viðbrögðum hans þegar dóttirin Elisabeth hætti að fylgja reglum hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert