Þingmenn hafna launahækkun

Þýskir þingmenn hafa fellt tillögu um að laun þeirra verði hækkuð um 16,4% á þrem árum, að því er formenn tveggja stærstu þingflokkanna greindu frá í dag. Angela Merkel kanslari var fylgjandi hækkuninni, sem hún sagði að myndi færa laun þingmanna í sama horf og laun dómara.

Tillagan um launahækkunina hafði sætt mikilli gagnrýni, bæði innan stærstu flokkanna og meðal stjórnarandstöðuþingmanna. Samkvæmt tillögunni hefðu mánaðarlaun þingmanna farið i 8.159 evrur 2010, eða 1.150 evrum meira en þau eru nú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert