McCain hafnar ummælum prests

John McCain, forsetaefni bandarískra repúblíkana, hefur hafnað stuðningi predikarans John Hagee frá Texas eftir að birtar voru tilvitnanir í hann þar sem hann segir m.a. að Hitler hafi verið gjöf Guðs til gyðinga gefin með það að markmiði að þeir gætu komist til fyrirheitna landsins. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.


„Að sjálfsögðu finnst mér þessu ummæli og önnur mjög móðgandi og algerlega óverjandi og ég hafna þeim alfarið,” segir í yfirlýsingu McCain um málið. „Ég vissi ekki um þau er séra Hagee lýsti yfir stuðningi sínum en nú finnst mér rétt að hafna stuðningi hans.Hagee hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hann segist vera þreyttur á tilhæfulausum árásum á hendur sér og að hann hafi því ákveðið að skipta sér ekki frekar af forsetakosningunum síðar á þessu ári.   
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert