Al-Qaeda hvetur til notkunar gereyðingavopna

Osama bin Laden er orðaður við al-Ekhlaas vefsíðuna sem hvetur …
Osama bin Laden er orðaður við al-Ekhlaas vefsíðuna sem hvetur til notkunar gereyðingavopna. Reuters

Al -Qaeda hefur sent frá sér myndband þar sem hryðjuverkamenn eru hvattir til að nota lífefna-, efna-, og kjarnorkuvopn í árásum sínum á Vesturlönd. Þetta mun hafa komið fram í 39 mínútna löngu myndbandi sem ber yfirskriftina Kjarnorku Jihad; Hið endanlega hryðjuverk.

Myndbandið var sett á netið á al-Ekhlaas vefsíðunni þar sem stuðningsmenn al-Qaeda koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Í nýjasta myndbandinu sem er 39 mínútur í heimildarmyndastíl segir að meiningin sé að deyða margt fólk og að sú hugmynd sé nú innan seilingar.

Á fréttavef Sky kemur fram að al-Qaeda samtökin sem beri ábyrgð á árásunum á New York 2001 séu nú ólm í að komast yfir gereyðingarvopn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert