Mannréttindi víða fótum troðin

Leiðtogum heimsins hefur mistekist að taka á mannréttindabrotum að sögn samtakanna Amnesty International. Í nýrri ársskýrslu samtakanna segir að fólk sæti pyntingum eða illri meðferð í að minnsta kosti 81 landi, í 54 löndum fái fólk ekki réttláta dómsmeðferð og málfrelsi er skert í 77 löndum.

Amnesty segir, að þjóðarleiðtogar ættu að biðjast afsökunar á því að staða mannréttindamála skuli ekki vera betri en raun ber vitni 60 árum eftir að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu mannréttindasáttmála sinn árið 1948. 

Í skýrslunni eru Bandaríkin gagnrýnd fyrir að hafa ekki veitt öðrum þjóðum þá siðferðilegu forustu, sem ætlast megi til af þeim. Þess í stað hafi stjórnvöld í Washington hunsað alþjóðalög. Amnesty segir að Bandaríkin eigi að loka fangabúðunum við Gutantánamoflóa og annaðhvort sækja fanga þar til saka fyrir hlutlausum dómstóum eða sleppa þeim.

Þá eru bandarísk stjórnvöld hvött til að banna hverskonar pyntingar og hætta að styðja ríki þar sem einræði sé við líði. Sérstaklega er bent á stuðning stjórnar Georges W. Bush við Pervez Musharraf, forseta Pakistans, þegar hann nam stjórnarskrá landsins tímabundið úr gildi, setti fjölmiðum skorður og rak dómara.

Þá hvetur Amnesty Kínverja til að standa við loforð um aukin mannréttindi þar í landi, koma á málfrelsi og öðrum umbótum. Rússar eru hvattir til að sýna pólitískum andófsmönnum meira umburðarlyndi ogstöðva mannréttindabrot í Tjétsníu. Þá er Evrópusambandið hvatt til að rannsaka þátttöku aðildarríkja sinna í flutningi meintra hryðjuverkamanna.

Fjallað er um mannréttindi í 150 löndum í skýrslunni en ekki er sérstaklega fjallað um Ísland.

Ársskýrsla Amnesty International 


Merki Amnesty International
Merki Amnesty International
Amnesty International
Amnesty International
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert