Lestarteiti fór úr böndunum

Breska lögreglan handtók 17 manns og neyddist til að loka sex neðanjarðarlestarstöðvum í London eftir að lestarpartí fór úr böndunum. Í gær var síðasti dagurinn sem leyfilegt var að drekka áfengi í lestunum og af því tilefni ætluðu gestirnir að sletta ærlega úr klaufunum.

Sex líkamsárásir voru kærðar, þar sem ráðist var á lestarstarfsmenn og lögreglumenn. Nokkrar lestir skemmdust í ólátunum og voru þær teknar úr umferð. Skemmtunin gekk undir nafninu „Last Round on the Underground“.

Fram kemur á fréttavef Reuters að lestarteitið hafi í fyrstu byrjað vel og gengið vandræðalaust fyrir sig. Fjöldi manns mætti í grímubúningi og drakk áfengi, söng og dansaði í lestarvögnunum.

Lögreglan lét hins vegar til skarar skríða þegar stemningin breyttist til hins verra og átök brutust út.

Borgaryfirvöld í London hafa bannað neyslu áfengis í lestum og strætisvögnum í þeim tilgangi að gera almenningssamgöngur öruggari. Stéttarfélög starfsmanna í almannþjónustu óttast hins vegar að þeir sem verða að framfylgja reglunum verði í aukinni hættu við störf sín.

Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, vill ekki að menn sitji að …
Boris Johnson, borgarstjóri Lundúna, vill ekki að menn sitji að sumbli í lestum eða strætisvögnum borgarinnar. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert