Clinton mun leggja upp laupana

Hillary Rodham Clinton mun lýsa því yfir að hún hafi …
Hillary Rodham Clinton mun lýsa því yfir að hún hafi látið í minni pokann innan tíðar. Reuters

Hillary Clinton mun draga sig úr baráttunni um að verða frambjóðandi Demókrataflokksins í komandi forsetakosningum og hún mun styðja framboð keppinautar síns, Barack Obama. En ekki fyrr en á laugardaginn kemur.

Þetta hefur fréttavefur BBC eftir samstarfsfólki hennar í kosningabaráttunni. Hillary Clinton hefur ekki lýsti því yfir opinberlega að hún hafi tapað í þessum forkosningum flokksins en samkvæmt frétt BBC mun hún gera það á laugardaginn kemur og þá mun hún einnig lýsa yfir stuðningi við Obama.

Obama tryggði sér í gær rúmlega helming kjörmanna á flokksþingi demókrata, sem fer fram í ágúst og verður því forsetaefni flokksins.

Fregnir höfðu borist af því að Clinton myndi lýsa sig sigraða á föstudaginn en nú hafa borist fregnir af því að laugardagurinn hafi orðið fyrir valinu til að sem flestir stuðningsmenn hennar geti verið viðstaddir yfirlýsingu hennar.

Fréttaskýrendur vestan hafs telja að töfin á því að Clinton lýsi sig sigraða sé til að hún geti náð áttum og komið sér í þá stöðu að hún geti boðið sig fram sem varaforsetaefni Demókrataflokksins.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert