Bush í Evrópuför

George Bush, Bandaríkjaforseti, lenti í Slóveníu í dag en hann verður viðstaddur árlega ráðstefnu Bandaríkjanna og Evrópusambandsins, sem haldin er fyrir utan Ljubljana, höfuðborg landsins. 

Búist er við að Bush fari yfir efnahagsmál, stöðu dollars og hátt heimsolíuverð á ráðstefnunni.  Þá er búist við að Bush muni leitast eftir stuðningi annarra þjóða um harðari fjárhagsrefsiaðgerðir gegn Írönum.

Bush hóf í dag vikulanga heimsókn um Evrópu og mun hann einnig heimsækja Þýskaland, Ítalíu, Frakkland og Bretland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert