Áhlaup á 38 dönsk heimili í tengslum við dreifingu barnakláms

Danska lögreglan gerði áhlaup á 38 heimili í morgun og handtók á fimmta tug manna sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í dreifingu á barnaklámi á netinu. 

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar lagði hald á tölvur, harða diska og mynddiska. Að sögn Søren Thomassen, yfirmanns kynferðisbrotadeildar, hefur rannsókn málsins staðið yfir í tvo mánuði og nefnist aðgerðin Gyldenbørste. Lögregla úr öllum lögregluumdæmum Danmerkur, fyrir utan Borgundarhólm, tók þátt í aðgerðunum í morgun, samkvæmt frétt Ritzau.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert