Mega ekki veiða hnúfubak

Hnúfubakur leikur listir sínar við strendur Hawaii.
Hnúfubakur leikur listir sínar við strendur Hawaii. AP

Alþjóðahvalveiðiráðið hafnaði á fundi sínum í dag beiðni Dana um að grænlenskir sjómenn fengju heimild til að veiða tíu hnúfubaka á ári á grundvelli ákvæðis um sérstök réttindi frumbyggjasjómanna.

Grænlensku sjómennirnir höfðu boðist til þess að gefa í staðinn eftir rétt til veiða átta langreyðar.

Fulltrúi Japana á fundinum studdi tillögu Dana og sagði Japana „finna til með grænlensku þjóðinni“ vegna höfnunarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert