Jesse Helms látinn

Öldungadeildarþingmaðurinn fyrrverandi Jesse Helms er látinn
Öldungadeildarþingmaðurinn fyrrverandi Jesse Helms er látinn Reuters

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn fyrrverandi, Jesse Helms, lést í dag 86 ára að aldri.  Helms dró sig í hlé úr bandarískum stjórnmálum árið 2002 en hann var í framvarðasveit Repúblikana í þrjá áratugi. Helms var fyrst kjörinn á þing fyrir repúblikana í Norður-Karólíun árið 1972.

Helms var harður andstæðingur frjálslyndra viðhorfa og barist gegn fóstureyðingum, réttindum samkynhneigðra, kommúnisma, þróunarhjálp, afvopnunarsáttmálum og Sameinuðu þjóðunum.

Einörð afstaða Helms olli oft bandarískum leiðtogum óþægindum. Hann notaði áhrif sín til að koma svonefndum Helms-Burton lögum gegnum þingið en þau hertu enn á viðskiptabanninu gegn Kúbu. Hann beitti sér fyrir því að Bandaríkin greiddu ekki árgjöld til SÞ til að þrýsta á samtökin að endurskipuleggja starfsemi sína og kom í veg fyrir að Bandaríkin staðfestu afvopnunarsáttmála. Hann var einnig harður andstæðingur stjórnvalda í Kína.

Helms var ekki hrifinn af Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseta. Árið 1994 sagði hann að ef Clinton kæmi til Norður-Karólínu væri vissara fyrir hann að hafa með sér lífvörð. Helms baðst síðar afsökunar á þessum ummælum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert