Reiði vegna neitunarvalds

Hælisleitendur frá Simbabve kröfðust þess í London í gær að …
Hælisleitendur frá Simbabve kröfðust þess í London í gær að fá að vinna í landinu á meðan hælisumsóknir þeirra eru til meðferðar hjá yirvöldum. AP

Ráðamenn í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa brugðist ókvæða við þeirri ákvörðun Rússa og Kínverja að beita neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og koma þannig í veg fyrir samþykkt refsiaðgerða gegn Simbabve. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

David Miliband, utanríkisráðherra Breta, segir framkomu ríkjanna óskiljanlega ekki síst Rússa þar sem Dmitry Medvedev Rússlandsforseti  hafi átt aðild að yfirlýsingu á fundi G-8 ríkjanna þar sem hvatt var til refsiaðgerða.

Segir Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, þetta vekja spurningar um áreiðanleika Rússa sem samstarfsaðila innan G-8.Boniface Chidyausiku, sendiherra Simvbabve hjá Sameinuðu þjóðunum, segir rök Bandaríkjamanna og Breta  fyrir refsiaðgerðum hins vegar ekki hafa staðist. Þá fagnaði hann því að ráðabrugg ríkjanna tveggja hafi mistekist. Fulltrúar Rússlands og Kínverja rökstuddu ákvörðun sína með því að ástandið í Simbabve ógnaði ekki öryggi á alþjóðavettvangi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert