Leiðtogi demókrata í Arkansas lést eftir skotárás

Formaður Demókrataflokksins í Arkansas lést af völdum skotsára sem hann hlaut í dag þegar byssumaður gekk inn í höfuðstöðvar flokksins og skaut hann nokkrum sinnum. Frá þessu greindu Bill og Hillary Clinton í kvöld.

Clinton hjónin sendu frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Bill Gwatney hafi látist af völdum skotsáranna. Bill Clinton er fyrrum ríkisstjóri Arkansas og bjó þar í fjölmörg ár.

Bill Gwatney.
Bill Gwatney. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert