Sendiför til Búrma mistókst

Erindrekinn Ibrahim Gambari yfirgefur Búrma án þess að hafa náð aðalmarkmiði sínu: Að hitta leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Aung San Suu Kyi.

Sendifulltrúa Sameinuðu Þjóðanna mistókst einnig að fá tilslakanir frá herstjórninni í Búrma í þessari sex daga heimsókn í landinu. Var heimsóknin liður í áætlun SÞ um endurbætur í Búrma.

Sérfræðingar segja að Gambari hafi haft lítið upp úr heimsókn sinni en hann ætlaði að fá herstjórnina til leyfa Suu Kyi og Þjóðarhreyfingu hennar að vera með í sjö þrepa áætlun herstjórnarinnar til að koma á lýðræði.

Ætlar herstjórnin að halda kosningar með þátttöku margra flokka árið 2010.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert