Fleiri HIV smitaðir í New York en annars staðar

mbl.is/Einar Falur

Nýjar rannsóknir sem framkvæmdar voru í New York sýna að íbúar borgarinnar eru þrisvar sinnum líklegri en aðrir Bandaríkjamenn til að sýkjast af HIV veirunni.

Heilbrigðisyfirvöld sögðu í morgun að árið 2006 hefðu 4.800 New York búar mælst HIV smitaðir. Það þýðir að 72 af hverjum hundrað þúsund eru sýktir en á landsgrundvelli er talan 23 af hundraði.

Þá er sagt að ástæða þessa sé sú að í New York sé tiltölulega hátt hlutfall íbúa hommar, þeldökkt fólk og aðrir hópar sem hafa í gegnum tíðina verið líklegri til þess að sýkjast.

Í niðurstöðum er sagt að það sé ljóst að mikil þörf sé á því að hvetja áfram fólk til þess að láta rannsaka sig með tilliti til HIV smits, og á áframhaldandi forvörnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert