Höfða mál vegna reglugerðar er miðar að verndun ísbjarna

Ísbirnir hafa verið settir á lista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu.
Ísbirnir hafa verið settir á lista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu. AP

Fimm samtök í bandarískum iðnaði hafa höfðað mál á hendur innanríkisráðuneytinu þar í landi vegna reglugerðar er miðar að verndun ísbjarna, sem bandarísk stjórnvöld settu nýlega á lista yfir dýr í útrýmingarhættu.

Segja samtökin að reglugerðin mismuni starfsemi fyrirtækja í Alaska sem kunni að ógna björnunum. Samtökin eru í olíu-, gas-, námu- og framleiðsluiðnaði.

Fara þau fram á dómsúrskurð er hnekki áformum stjórnvalda um að endurskoða starfsemi í Alaska er kunni að ógna björnunum með því að stuðla að hlýnun andrúmsloftsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert