Könnun sýnir Obama og McCain hnífjafna

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Nýafstaðið landsþing Demókrataflokksins í Bandaríkjunum virðist ekki hafa gefið Barack Obama, forsetaframbjóðanda flokksins, aukinn byr í seglinn, ef marka má nýja skoðanakönnun sem CNN greinir frá. Hefur Obama aðeins eins prósentustigs forskot á keppinaut sinn.

Munurinn er innan skekkjumarka.

Könnunin var gerð um helgina, eftir ávarp Obamas á landsþinginu og eftir að John McCain, frambjóðandi repúblíkana, hafði kynnt varaforsetaefni sitt, Söru Palin.

Stjórnandi könnunarinnar segir að bæði ávarp Obamas og val McCains á Palin virðist hafa mælst vel fyrir meðal kjósenda, og kunni það að útskýra hvers vegna ekki mældist aukið fylgi Obamas eftir þingið, eins og oft hefur verið raunin eftir landsþing.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert