Rice fundaði með Gaddafi

Condoleezza Rice við komuna til Líbýu í dag.
Condoleezza Rice við komuna til Líbýu í dag. AP

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fundaði í dag með Moamer Gaddafi, forseta Líbýu, í Trípolí. Heimsóknin þykir söguleg sé litið til samskipta ríkjanna í gegnum tíðina. Þau hafa lengið eldað saman grátt silfur í gegnum tíðina, og hafa Líbýumenn verið álitnir óvinir Bandaríkjanna.

Rice segir sjálf að um sögulega heimsókn sé að ræða, enda er þetta í fyrsta sinn í hálfa öld sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna heimsækir Norður-Afríkuríkið, sem er auðugt af olíu. Rice segir að heimsóknin sé jafnframt til marks um það að batnandi samskipti ríkjanna.

„Það er hins vegar alls ekki verið að segja að Bandaríkin og Líbýa hafi útkljáð öll sín mál. Það er enn langur vegur frá því ,“ sagði Rice við blaðamenn sem ferðuðust með henni.

„Ég er þeirri skoðun að heimsóknin sýni fram á að Bandaríkin eignist ekki varanlega óvini, Þetta sýnir fram að þegar ríki eru reiðubúin að breyta stefnu sinni þá eru Bandaríkin reiðubúin að svara því.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert