Sagðist hata mannkynið

Finnski námsmaðurinn, sem skaut 10 skólasystkini sín til bana í dag og svipti sig síðan lífi, skildi eftir bréf þar sem hann sagðist hata mannkynið og hefði verið að skipuleggja árásina frá árinu 2002. „Lausnin er Walther 22" sagði síðan í bréfinu en maðurinn átti 22 kalíbera Walther skammbyssu. 

Bréfið fannst í dag í íbúð mannsins, sem hét  Matti Juhani Saari og var 22 ára gamall matreiðslunemi við iðnskólann í Kauhajoki. Saari gekk um ganga skólans í morgun klæddur svörtum fötumn og með skíðagrímu og hóf síðan skothríð á nemendur.

„Bréfið gæti leitt í ljós hvað vakti fyrir honum," sagði Jari Neulaniemi, sem stýrir lögreglurannsókn málsins. 

Um 900 íbúar í Kauhajoki komu saman í kvöld í kirkju staðarins þar sem haldin var minningarathöfn um þá sem létu lífið. Enn hafa ekki verið borin formleg kennsl á líkin, sem mör eru illa farin, m.a. eftir eld, sem Saari kveikti í skólanum. Að sögn fjölmiðla eru um að ræða einn kennara og níu nemendur auk árásarmannsins. Að minnsta kosti ein kona liggur á sjúkrahúsi með skotsár. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert