Bankabjörgun kynnt í Bretlandi

Alistair Darling.
Alistair Darling. Reuters

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, og Gordon Brown forsætisráðherra munu nú með morgninum kynna áætlanir stjórnvalda til björgunar bankakerfinu. Verður þetta gert áður en markaðir verða opnaðir.

Samkvæmt BBC fela áætlanirnar m.a. í sér að skattfé verði notað til að hið opinbera kaupi stóra hluti í stórum bönkum. Alls verður um 50 milljörðum punda varið í aðgerðirnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert