Rússar sagðir undirbúa kjarnorkustríð

Fréttaskýendur segja tilraunaskot Rússa á fimmlangdrægum eldflaugum í gærmorgun einungis vera lítinn hluta af heræfingum Rússa vegna hugsanlegrar kjarnorkustyrjaldar. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Eldflaugarnar sem skotið var heita Topol og eru um 24 metrar að lengd og geta ferðast allt að 11 þúsund kílómetra. Þá eru þær sagðar komast í gegn um umdeilt eldflaugavarnakerfi sem Bandaríkjamenn hyggjast koma upp.

Tilraunaskotin voru hluti af heræfingunni „Stabilitet 2008" sem Rússar og Hvít-Rússar standa að en fyrr í vikunni flugu 20 fullhlaðnar Blackjack- og Bear-sprengjuflugvélar um æfingasvæði þeirra. Samkvæmt upplýsingum breska blaðsins The Times var það í fyrsta sinn frá árinu 1984 sem Bear-flugvélar eru fullhlaðnar á æfingum.Yfirmenn rússneska hersins hafa staðfest að æfingunum sé ætlað að vera fyrirbyggjandi aðgerð til að draga úr líkum á því að Rússar eða Hvít-Rússar verði fyrir kjarnorkuárás.

„Samsetningin í samstarfi herdeilda og ráðuneyta taka af allan vafa um það að æfingarnar miðast við hugsanlegt kjarnorkustríð Rússa og Hvít-Rússa annars vegar og Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins hins vegar,” segir fréttaskýrandinn Pavel Felgenhauger í blaðinu  Eurasia Daily Monitor, sem gefið er út af óháðu samtökunum Jamestown Foundation. „Að sjálfsögðu tekur þó einungis brot af þeim herstyrk sem tiltækur væri kæmi til átaka á milli Rússlands og Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunum.”

Tveimur eldflauganna var skotið frá kafbátum sem staddir voru við sitthvorn enda Rússlands. Þá var einni eldflaug  skotið frá kafbáti bið Okhotsk-haf norður af Japanen öðru frá kafbáti við Barentshaf norðaustan við Noreg og þriðju flauginni frá leynilegri staðsetningu í grennd við Plesetsk í norðvesturhluta landsins

Dmitry Medvedev, Rússlandsforseti, er hann fylgdist með heræfingunum í gær.
Dmitry Medvedev, Rússlandsforseti, er hann fylgdist með heræfingunum í gær. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert