Páfi særðist í banatilræði árið 1982

Í nýrri heimildarmynd, sem byggir á endurminningum einkaritara Jóhannesar Páls páfa, kemur fram að páfi hafi særst þegar prestur sýndi honum banatilræði með hníf árið 1982. Aldrei hefur verið greint frá þessu opinberlega fyrr en nú.

Árásarmaðurinn, spænskur prestur að nafni Juan Maria Fernandez y Krohn, var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi.

Ári áður særði tyrkneskur maður vopnaður skammbyssu páfa á Péturstorgi í Róm. 

Stanislaw Dziwsz, sem er í dag kardínáli í Kraká í Póllandi, var einkaritari Jóhannesar Páls í tæpa fjóra áratugi, þar af öll árin 27 þegar Jóhannes Páll var páfi.

Það er breski leikarinn Michael York sem er sögumaður heimildarmyndarinnar, sem ber heitið Testimony. Í myndinni eru notuð gömul myndskeið í bland við leikin atriði.

Jóhannes Páll páfi lést árið 2005, 85 ára að aldri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert