Schwarzenegger í lið með McCain

John McCain.
John McCain. Reuters

Forsetaframbjóðandinn John McCain hefur fengið leikarann og ríkisstjórann Arnold Schwarzenegger með sér í lið á lokaspretti kosningaherferðarinnar en kosið verður um næsta forseta Bandaríkjanna eftir fjóra daga.

Schwarzenegger mun mæta með McCain á stóran kosningafund í Ohio í kvöld en Barack Obama hefur 8 prósentustiga forskot á McCain í því ríki samkvæmt könnun CNN. Obama mun hins vegar halda til Iowa í dag og funda með kjósendum.

Ohio þykir lykilríki og ljóst að McCain verði að fara með sigur af hólmi þar til að eiga möguleika á að verða forseti. Enginn repúblikani hefur áður unnið forsetakosningar án þess að fara með sigur í Ohio.

McCain mun þó ekki eyða allri helginni í alvarleg málefni og fundi. Annað kvöld mun hann verða gestur í hinum vinsæla gamanþætti Saturday Night Live. Hann hefur birst í þeim þætti áður en ekki á þessu ári. Sá þáttur hefur undanfarið náð metáhorfi eftir að leikkonan Tina Fey brá sér í gervi Söruh Palin, varaforsetaefnis McCain. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert