Tíu teknir til fanga af sjóræningjum

Sjóræningjar hafa tekið tíu skipverja í gíslingu af dráttarbát á vegum franska olíufélagsins Total úti fyrir ströndum Kamerún í Afríku. Sjö gíslanna eru franskir ríkisborgarar, samkvæmt upplýsingum frá Total. Sjóræningjarnir komu um borð í skipið um miðnætti og höfðu gíslana á brott með sér.

Dráttarbáturinn er í eigu franska skipafyrirtækisins Bourbon og að sögn talsmanns félagsins komu sjóræningjarnir að skipinu þar sem það var statt við olíuvinnslustöð í eigu Total, á þremur hraðbátum. Eins og áður sagði eru flestir gíslanna Frakkar en tveir þeirra eru frá Kamerún og einn frá Túnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert