Murdoch: Sigur Obama gæti dýpkað fjármálakreppuna

Rupert Murdoch.
Rupert Murdoch. Reuters

Ástralski kaupsýslumaðurinn Rupert Murdoch segir að fari Barack Obama með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudag gæti fjármálakreppan í heiminum dýpkað því einangrunarstefna demókrata yrði mikið áfall fyrir þróun heimsviðskipta.

Murdoch segir við blaðið The Weekend Australian, sem er í eigu News Corporation, fyrirtækis hans sjálfs, að hann viti ekki hvort ríkisstjórn undir forustu Obama myndu framfylgja öllum þeim stefnumálum, sem lýst hefur verið í kosningarbaráttunni enda hagi forsetar sér sjaldan eins og kosningabráttan gefi til kynna.

En ef vaxandi einangrunarstefnu verði framfylgt í Bandaríkjunum, eins og sumir demókratar í Bandaríkjaþingi hafi gefið til kynna, gæti það leitt til mótaðgerða af hálfu Kína með alvarlegum afleiðingum fyrir heimsviðskipti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert