Réðust á skrifstofu varnarmálaráðherrans

Hópur óþekktra manna gerði áhlaup á skrifstofu varnarmálaráðherra Grikklands í miðborg Aþenu í dag og reyndi að kveikja þar eld. Engan sakaði. Þá hefur enginn lýst ábyrgð á hendur sér en árásir á opinberar byggingar eru tíðar í Aþenu.

Yfirvöld segja að Evangelos Meimarakis, varnarmálaráðherr ahafi verið fjarstaddur þegar ráðist var á bygginuna. Árásarmennirnir sprengdu litla gasbrúsa en lítið sem ekkert tjón hlaust af.

Ítrekað er reynt að kveikja í bönkum, skrifstofum alþjóðafyrirtækja og stjórnarbyggingum í Aþenu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert