Erfitt að hafa uppi á Mladic

Ratko Mladic leikur enn lausum hala.
Ratko Mladic leikur enn lausum hala. Reuters

Talið er að Ratko Mladic, fyrrverandi yfirhershöfðingi Bosníu-Serba, sem er sakaður stríðsglæpi, látið lítið á sér bera eftir að fyrrum samverkamaður hans og fyrrum leiðtogi Bosníu-Serba, Radovan Karadzic var handtekinn. Varnarmálaráðherra Serbíu segir líklegt að það verði mjög erfitt að hafa uppi á Mladic.

Dragan Sutanovac lét ummælin falla degi eftir að serbneskar öryggisveitir gerðu áhlaup á verksmiðju í suðurhluta landsins í leit að vísbendingum hvar Mladic væri að finna. Sutanovac segir ljóst að það geti liðið langur tími áður fyrrum hershöfðinginn verður handtekinn.

„Þegar búið var að handtaka Karadzic þá sögðu allir að nú værum við að fara finna Mladic. Það er hins vegar mín persónulega skoðun að það verði afar erfitt að finna Mladic,“ sagði ráðherrann í samtali við AFP-fréttastofuna í París í dag.

Karadzic skipulagði ásamt Mladic morð á 8.000 múslimum í Srebrenica árið 1995.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert