Morðmál upplýst í Danmörku

Lögregla á suðaustanverðu Jótelandi í Danmörku segist hafa upplýst morðið á hinum 76 ára Karsten Nørgaard frá Skovby ved Galten einum og hálfum mánuð eftir að ræningjar ráðust inn á heimili hans og börðu hann til bana. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Sex menn af rúmenskum uppruna munu koma fyrir dómara í dag vegna málsins sem vakti mikinn óhug í Danmörku. Mennirnir eru allir sakaðir um morð og er a.m.k. einn þeirra sagður hafa játað.„Við erum næstum vissir um að hafa náð öllum hópnum. Þá ályktun drögum við af því sem fram hefur komið við rannsókn okkar, segir Peter Krogh, sem stjórnað hefur rannsókninni.

„Þeir neita ekki allir sakargiftum. Nokkrir þeirra viðurkenna að hafa verið á staðnum."

Mennirnir eru á aldrinum 22 til 50 ára og búsettir í Árósum. Flestir þeirra hafa ferðast mikið til og frá Danmörku og eru þeir grunaðir um þjófnaði og smygl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert