Spá miklum hörmungum

Höfundar skýrslunnar sjá fyrir sér miklar hörmungar á Manhattan í …
Höfundar skýrslunnar sjá fyrir sér miklar hörmungar á Manhattan í New York af völdum lotfslagsbreytinga. Reuters

Brugðið er upp dramatískri framtíðarsýn í nýrri skýrslu stofnunarinnar National Intelligence Council (NIC) um horfur á alþjóðavettvangi fram til ársins 2025. Varað er eindregið við afleiðingum loftslagsbreytinga.

Eins og komið hefur fram á mbl.is þá er skýrslan lögð fram á fjögurra fresti í aðdraganda nýrrar forsetatíðar í Bandaríkjunum.  

Meðal þess sem þar er að finna er ímynduð dagbókarfærsla Bandaríkjaforseta þann 1. október 2020, þar sem gífurlega öflugur fellibylur, sem á rætur í breyttu loftslagi, ríður yfir yfir Manhattan í New York á sama tíma og þar fer fram Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.

„Ætli við hefðum ekki mátt eiga vona á þessu,“ segir í textanum, sem sætir tíðindum fyrir þá sök að hann kann að valda straumhvörfum í því hvernig breytingar á loftslagi eru teknar inn í öryggismat þessa valdamesta ríkis heims.

„Sumar fréttirnar minntu á fréttaflutning frá síðari heimsstyrjöldinni, nema hvað vettvangurinn nú var New York, ekki Evrópa. Myndir af bandarískum flugmóðuskipum og flutningaskipum að flytja þúsundir manna frá svæðinu í aðdraganda fellibylsins eru mér enn efst í huga.“

Þau orð eru jafnframt lögð í munn hins ímyndaða forseta að samanlögð áhrif sjúkdóma, bráðnunar sífrerans (sem leiðir af sér mikla metanlosun), minni landbúnaðarframleiðslu og aukins heilbrigðisvanda (svo sem vegna útbreiðslu hitabeltissjúkdóma) séu mun alvarlegri en ráðgert var fyrir tveimur áratugum.

Fyrir nokkrum misserum spáði Sir Nicolas Stern því í skýrslu sem hann hafði frumkvæði að fyrir bresku stjórnina að tjónið af völdum loftslagsbreytinga kynni að verða meira en af völdum heimsstyrjaldanna tveggja samanlagt.

Þótti mörgum þá hann taka heldur djúpt í árinni.

Nálgast má skýrsluna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert