Níu þúsund horfnir á tveimur árum

Gínur á ströndinni í Rio de Janeiro í Brasilíu í …
Gínur á ströndinni í Rio de Janeiro í Brasilíu í dag. BRUNO DOMINGOS

Athygli var vakin á því í dag á þeirri frægu strandlengju, Copacabana í Rio de Janeiro, að 9.000 manns hafi horfið sporlaust í borginni síðan í janúar árið 2007. Hópur fólks kom fyrir ógrynni gína á ströndinni og útbjó kirkjugarð í sandinum til að minna á þennan gríðarlega fjölda sem saknað er, en talið er að margir hafi verið drepnir og grafnir á laun af glæpaflokkum sem tengjast eiturlyfjasmygli. Þeir sem vekja athygli á málinu, hópur sem kallar sig ONG Rio de Paz og leggur áherslu á friðsamlega mótmæli, halda því fram að lögreglumenn eigi þátt í voðaverkunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert