Styttist í embættistöku Obama

Barack Obama.
Barack Obama. Reuters

Tilvonandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, er kominn aftur til Chicago eftir jólafrí á Hawaii. Nú fara í hönd annasamir dagar hjá Obama en á sunnudaginn flýgur hann ásamt fjölskyldu sinni til Washington og hefst þá undirbúningur fyrir embættistöku hans.

Obama mun hitta George W. Bush og nokkra fyrrverandi forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu á miðvikudag og skömmu síðar funda með framámönnum innan demókrataflokksins um björgunaraðgerðir fyrir síversnandi efnahag landsins.

Fjölskylda Obama mun nýta tímann og koma sér fyrir í Washington. Á mánudaginn byrja dæturnar Sasha og Malia í hinum rómaða Sidwell Friends School. Fjölskyldan flytur ekki inn í Hvíta húsið fyrr en 15. janúar og mun þangað til hafast við á hinu sögulega Hay-Adams hótelinu sem er skammt frá forsetabústaðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert