Þrýst á Öryggisráðið

Öryggisráð SÞ
Öryggisráð SÞ HO

Palestínsk yfirvöld hvetja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að setja saman samþykkt um tafarlaust vopnahlé og endalok árása Ísraela á Gazasvæðið, eftirlit við landamæri og alþjóðasveitir til varnar almennum borgurum. Forseti Palestínu, Mahmoud Abbas kemur til New York á morgun.

Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, Zalmay Khalilzad, sagði að Bandaríkin, nánasti bandamaður Ísraela, deili áhyggjum arabaríkjana „um alvarlegt ástand mála“ og mikilvægi þess að bregaðst fljótt við. Hann varaði þó við falsvonum og sagði að það gæti tekið nokkuð langan tíma að ná sáttum um vopnahlé sem entist.

Framkvæmdastjóri Arababandalagsins, Amr Moussa og utanríkisráðherrar Jórdan, Líbanon og Marokkó voru í höfuðstöðvum SÞ í dag og áttu fund með sendiherrum annarra arabaríkja auk Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ og meðlima Öryggisráðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert