Clinton hlýtur samþykkti utanríkismálanefndar

Hillary Clinton situr fyrir svörum þingnefndarinnar.
Hillary Clinton situr fyrir svörum þingnefndarinnar. Reuters

Utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti nú fyrir stundu með yfirgnæfandi fjölda nefndarmanna skipun Hillary Clinton sem utanríkisráðherra í stjórn verðandi forseta, Barack Obama.

Niðurstaðan ryður braut hennar fyrir atkvæðagreiðslu þingdeildarinnar allrar eftir að Obama hefur tekið við embætti 20. janúar. Ekki er gert ráð fyrir að endanlega staðfesting Clinton í embætti mæti neinum hindrunum í þingdeildinni þar sem bæði repúblikanar og og demókratar hafa lofað þekkingu hennar á málum.

Efasemdir um söfnun eiginmanns hennar, Bill Clintons, á fjármunum erlendis til góðgerðamála hafa þó ekki að fullu verið kveðnar niður. David Vitter var meðal þeirra repúblikana sem lýstu slíkum áhyggjum í yfirheyrslum í nefndinni fyrr í vikunni og sá eini sem greiddi atkvæði gegn því að staðfesta skipun hennar.

Jim DeMint var annar repúblikani sem lýst áhyggjum yfir því að gjörðir manns hennar í söfnunarmálum gætu valdið hagsmunaárekstrum en kvaðst ekki mundu standa í vegi hennar og taldi Hillary Clinton hafa alla burði til að verða einhver besti utanríkisráðherra landsins fram á þennan dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert