Ísraelar við það að ná markmiðum sínum

Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels.
Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraels. Reuters

Ísraelar eru við það að ná þeim markmiðum sem sem þeir settu sér með árásinni á Gasa-svæðið. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísraela. 

„Eftir þrjár vikur af aðgerðinni Blýmót, þá erum við nálægt því að ná markmiðum okkar og tryggja þau eftir diplómatískum leiðum,“ sagði Barak.

Tilkynningin kom áður en öryggismálaráð Ísraels fundar, en búist er við að á fundinum verði vopnahlé samþykkt samhliða því að ísraelskar hersveitir dvelji áfram á Gasa-svæðinu um ótiltekinn tíma.

„Varnarsveitir verða að halda áfram sínum aðgerðum og vera viðbúnar þeirra þróun sem verður,“ sagði Barak. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert