Hóta að vopna Hamas að nýju

Palestínumenn leita að verðmætum í húsarústum í Jebaliya á norðanverðu …
Palestínumenn leita að verðmætum í húsarústum í Jebaliya á norðanverðu Gasasvæðinu. AP

Abu Ubeida, talsmaður hernaðararms Hamas-samtakanna á Gasasvæðinu, hét því í morgun að byggja vopnabúr samtakanna upp að nýju eftir hernaðaraðgerðir Ísraela á Gasasvæðinu undanfarnar þrjár vikur. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

„Gerið hvað sem þið viljið. Framleiðsla heilagra vopna er okkar verkefni og við vitum hvernig við eigum að komast yfir vopn,” sagði hann.

Þá sagði hann alla möguleika opna kalli Ísraelar ekki allt herlið sitt heim frá Gasasvæðinu innan viku en samtökin lýsu í gær yfir vikulöngu vopnahléi.

Hátt í 1.300 manns eru sagðir hafa látið lífið í þriggja vikna hernaði Ísraela á Gasasvæðinu og eru tugir þúsunda heimilislausir. Þá eru flestir íbúar svæðisins sagðir matarlitlir og án rennandi vatns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert