Obama kemur í Hvíta húsið sem forseti

Barack Obama kom nú í kvöld í fyrsta skiptið í Hvíta húsið eftir að hann sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. Obama gekk hluta vegalengdarinnar frá þinghúsinu, þar sem hann tók við embættinu, að Hvíta húsinu. Síðar í kvöld mun Obama, ásamt Michelle konu sinni, sækja tíu dansleiki, sem haldnir eru honum til heiðurs í Washington.

Þúsundir manna stóðu meðfram veginum í þeirri von að sjá 44. forseta Bandaríkjanna og fögnuðu ákaft þegar Obama gekk framhjá og inn í Hvíta húsið.

Forsetinn mun fylgjast með skrúðgöngu, sem farin er honum til heiðurs, frá palli sem reistur hefur verið framan við bygginguna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert