Ekki fleiri Frakkar til Afganistan

Frá Afganistan
Frá Afganistan Reuters

Varnarmálaráðherra Frakklands, Herve Morin, segir að ekki standi til að fjölga herliði Frakka í Afganistan þrátt fyrir orð Baracks Obamas um að stórfellda fjölgun bandarískra hersveita í landinu. Frakkar eru með fjórða fjölmennasta herliðið í Afganistan og þar eru nú yfir 2.600 franskar sveitir.

Franskur almenningur er mjög andsnúinn íhlutun Frakka í Afganistan og samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í ágúst eftir að 10 fallhlífarmenn létustu í bardaga, reyndist meira en helmingur svarenda mótfallinn veru herliðsins þar.

Frakkar hafa nú um 12.900 hersveitir utan landsteinanna, þ.á m. 3.000 í Tsjad, 2.000 í Kósóvó og 150 í Bosníu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert