Sea Shepherd í átökum við hvalveiðimenn

Hér sjást liðsmenn Sea Shepherd kljást við japanska hvalveiðimenn í …
Hér sjást liðsmenn Sea Shepherd kljást við japanska hvalveiðimenn í desember sl. Reuters

Tveir félagar í samtökunum Sea Shepherd meiddust þegar til átaka kom á milli þeirra og japanskra hvalveiðimanna við suðurskautið, eða um 3.200 km sunnan við Tasmaníu í Ástralíu. Hvalveiðimennirnir beittu vatnsþrýstidælum á liðsmenn samtakanna, auk þess sem þeir köstuðu járnstykkjum og golfkúlum í þá.

Samtökin Sea Shepherd eru þekkt fyrir baráttu sína gegn hvalveiðum. Reglulega skerst í odda milli þeirra og japanska hvalveiðiflotans við suðurskautið. Samtökin sendu þyrlu og tvo uppblásna báta sem sigldu í átt að einu hvalveiðiskipanna.

Hvalveiðimennirnir brugðust fljótt við með vatnsdælunni. Að sögn Paul Watson, leiðtoga Sea Shepherd, meiddist einn félagi í samtökum þegar hann féll aftur fyrir sig. Hann hlaut skurð og marbletti. Annar mótmælandi fékk járnbút í andlitið. Að sögn Watson var hann með hjálm, en það kom ekki í veg fyrir mar.

Þá segir Watson í samtali við AP-fréttastofuna að hvalveiðimennirnir hafi notað hljóðvopn sem varð þess valdandi að liðsmenn Sea Shepherd hafi misst heyrn um stund og fjölmargir köstuðu upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert