Vegfarendur í Bretlandi mega búast við frekari töfum í dag sökum fannfergis. Þá eru mörg hundruð skólar enn lokaðir í kjölfar mestu snjókomu í landinu í 18 ár. Það snjóaði mest á suðausturhluta Englands með tilheyrandi umferðartöfum. Flugumferð raskaðist sömuleiðis.
Búist er við því að hríðin muni færast norður. Snjókomu er spáð á norðausturhluta Englands og austurhluta Skotlands. Breska veðurstofan hefur sent frá sér veðurviðvörun sem nær til alls landsins.
Þá er varað við mikilli hálku á suðurhlutanum.