Enn minnkar fylgi Verkamannaflokksins

Gordon Brown og Alistair Darling
Gordon Brown og Alistair Darling Reuters

Verkamannaflokkurinn breski fengi einungis 28% atkvæða ef gengið yrði til þingkosninga nú samkvæmt könnun sem birt er á vef Telegraph í kvöld. Er þetta fjórum prósentum minna fylgi heldur en í síðustu könnun sem birt var fyrir tveimur vikum. Fylgi Íhaldsflokksins minnkar einnig um 4 prósent og mælist nú 40%. Fylgi Frjálslyndra demókrata eykst hins vegar um 6% og mælist nú 22%.

51% þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnunni telja að Alistair Darling, fjármálaráðherra, verði gert að víkja. 43% vilja að Darling verði áfram fjármálaráðherra.

Gordon Brown forsætisráðherra verður að boða til kosninga fyrir júní 2010 og í  Sunday Telegraph segir að niðurstaða könnunarinnar sýni fram á að boðið verði til kosninga strax í ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert