Mafíunni mótmælt í Napólí

Þúsundir tóku þátt í mótmælum gegn mafíunni í Napólíborg á Ítalíu í dag. Þar á meðal höfundur bókarinnar Gomorrah (Gómorra) þar sem komið er upp um ýmsa glæpi mafíunnar. Talið er að ofbeldið sem fylgt hefur mafíunni hafi kostað um níu hundruð lífið á síðustu áratugum.

Ríkisstjórinn í Compania, Antonio Bassolino, tók einnig þátt í mótmælunum og sagði að hvorki mafían né mafían í Napólí (Camorra) séu eilífar. Hann vill fjölga í lögreglunni í héraðinu og að fleiri rannsóknardómarar komi að baráttunni við að uppræta mafíuna. 

Gómorra sem er eftir rannsóknarblaðamanninn Roberto Saviano hefur vakið gríðarlega athygli en í bókinni gerir höfundur úttekt á gangverki mafíunnar í Napólí, en glæpasamtökin ganga undir nafninu camorra eða kerfið.

Gómorra, hin syndumspillta borg sem drottinn lagði í rúst skírskotar til samfélagslegra áhrifa glæpasamtakanna, og um þau áhrif fjallar Saviano af slíkum krafti að hann hefur þurft að búa við lögregluvernd síðan bókin kom út árið 2006. Bókin hefur einnig verið kvikmynduð.


Frá mótmælunum í Napólí í dag
Frá mótmælunum í Napólí í dag Reuters
Fjölmargir mótmæltu mafíunni í Napólí í dag
Fjölmargir mótmæltu mafíunni í Napólí í dag Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert