Þjóðarleiðtogar fordæma eldflaugarskot

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi í morgun eldflaugarskot Norður-Kóreumanna og sagði að um væri að ræða ögrun sem mæta yrði með viðeigandi hætti á alþjóðavettvangi. Frakkar tóku í sama streng. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi við  Hirofumi Nagasoni, utanríkisráðherra Japans, í síma í morgun og sagði að löndin yrðu að grípa til aðgerða.

„Þessi ögrun undirstrikar þörfina á aðgerðum - ekki aðeins í dag á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna heldur til að koma fram þeim staðfasta vilja okkar að þessi vopn fari ekki víðar," sagði Obama. Almennt er talið að Norður-Kóreumenn séu að þróa langdrægar flaugar sem geti flutt kjarnorkuvopn. 

„Reglur verða að vera bindandi, brot verða refsiverð, orð verða að þýða eitthvað," sagði Obama þegar hann flutti ræðu utan  við kastalann í Prag í morgun. „Heimurinn verður að standa saman til að koma í veg fyrir að þessi vopn breiðist út. Nú er rétti tíminn við hörð alþjóðleg viðbrögð. Norður-Kórea verður að gera sér grein fyrir því að leiðin til öryggis og virðingar verður aldrei vörðuð hótunum og ólöglegum vopnum."

Suður Kóreumenn, Japanar og Bandaríkjamenn telja Norður Kóreumenn vera að …
Suður Kóreumenn, Japanar og Bandaríkjamenn telja Norður Kóreumenn vera að prófa langdræga eldflaug sem dregið gæti til Alaska. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert