Kristinn sigur í Egyptalandi

Kristinn maður kaupir pálmagreinar í Kaíró.
Kristinn maður kaupir pálmagreinar í Kaíró. Reuters

Egypskum manni hefur nú tekist það ómögulega, að snúast frá íslam til kristni. Er hann fyrstur Egypta til að fá formlega staðfest að hann hafi kastað íslam. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten. 

Lögfræðingar mannsins Maker al-Gohari, segja hann hafa fengið opinbera staðfestingu á því að hann hafi skipt um trú.

Ekki er ólöglegt að skipta um trú í Egyptalandi og er nokkuð algengt að kristnir einstaklingar snúist til íslam. Fram til þessa hafa yfirvöld í landinu hins vegar ekki staðfest skipti frá íslam til kristni.

Talið er að um 10% af 80 milljónum íbúa Egyptalands séu kristnir en engar opinberar tölur fást um fjölda kristinna manna í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert