Ítölsk yfirvöld aðvöruð árið 1999

Jarðskjálftinn kom illa við bæinn Onna.
Jarðskjálftinn kom illa við bæinn Onna. Chris Helgren

Opinberir starfsmenn í Abruzzo héraði á Ítalíu, sem var hvað verst úti í jarðskjálftanum 6. apríl, brugðust ekki við aðvörunum árið 1999 um að hundruð opinberra bygginga væru varnarlausar jarðskjálftum. Tugir þeirra bygginga sem hrundu eftir að jarðskjálftinn reið yfir voru tilgreind í áhættuhópi.

Þetta kom fram í ítarlegri skýrslu almannavarna Ítalíu um ástand bygginga á svæðinu. 

Meðal þeirra bygginga sem voru í áhættuhóp voru 171 skóli. Eftir skjálftann eru 80% skólabygginga í bænum l'Aquila óbyggileg. Aðrar opinberar byggingar sem hrundu eða skemmdust mikið, m.a. höfuðstöðvar lögreglunnar og bókasafn bæjarins, voru í sama áhættuhóp.

Einnig kom fram í skýrslunni að um 550 íbúðarhús og byggingar í bænum væru illa byggð og myndu ekki þola sterka jarðskjálfta.

Alls létust um þrjú hundruð manns í jarðskjálftanum eða í kjölfar hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert